UM FUMÍS

Fumís var stofnað þann 12. febrúar 2024. Tilgangur félagsins er að stuðla að aukinni þekkingu á góðum og vönduðum vinnubrögðum í málefnum mengunar í jarðvegi, yfirborðs- og jarðvatni. Einnig að stuðla að auknu samráði og samstarfi ólíkra aðila í málefnum er varða mengun í jarðvegi, yfirborðs- og jarðvatni og hvetja til faglegra vinnubragða í mengunarmálum á Íslandi.

Félaginu er ætlað að ná markmiðum sínum með því að standa fyrir fræðslu um mengun í jarðvegi, yfirborðs- og jarðvatni á breiðum grunni. Tengja saman og vera vettvangur ólíkra aðila sem koma á margan hátt að mengun í jarðvegi og yfirborðs- og jarðvatni. Félagið stendur fyrir og hvetur til faglegrar umræðu og vinnubragða í mengunarmálum og tekur þátt í erlendu samstarfi í málefnum er varða mengun í jarðvegi, yfirborðs- og jarðvatni.

Aðild að félaginu er opin öllum sem hafa áhuga á málefnum mengunar í jarðvegi og yfirborðs- og jarðvatni.

Hér má finna samþykkt FUMÍS


STJÓRN FUMÍS

Formaður:Erla Guðrún Hafsteinsdóttir
Gjaldkeri:Kristín Kröyer
Ritari:Guðjón Ingi Eggertsson
Meðstjórnendur:Helga Jóna Jónasdóttir
Ríkharður Friðriksson
VaramaðurHalldóra Björk Bergþórsdóttir