Viðburðir og námskeið

Fumís stefnir á að halda hið minsta tvo viðburði á hverju ári. Hægt er að senda inn hugmyndir að viðburði til stjórnarinnar á fumis@fumis.is.

Ráðstefnur og viðburðir framundan

Mengun í jarðvegi, grunn- og yfirborðsvatni. Staðan og helstu áskoranir

Takið daginn frá. Fyrsti viðburður FUMÍS verður haldinn 23. apríl kl 14:30-16:00 í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3, Garðabæ. Við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Hægt er að skrá sig á facebook síðu FUMÍS eða með því að senda tölvupóst á fumis@fumis.is

Nordrocs 2024

Samnorræn ráðstefna um jarðvegsmengun á vegum norræna systursamtaka FUMÍS. Ráðstefnan er haldin í Uppsölum, Svíþjóð, þann 9. til 12. september 2024.

Skráning er hafin. Það er takmarkaður sætafjöldi og við hvetjum þá sem hafa áhuga að skrá sig sem fyrst. . Hægt er að skrá sig með því að ýta hér að neðan („veljið register participant“):

Yfirskrift ráðstefnunnar er Crossing borders. Kristín Kröyer úr stjórn Fumís er í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar, og einnaf aðal ræðumönnum hennar er Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Fumís. Sjá má dagskrá ráðstefnunar með því að ýta hér að neðan

Lesa má meira um Nordrocks með því að ýta á takkann hér að neðan: