Viðburðir og námskeið
Fumís stefnir á að halda hið minsta tvo viðburði á hverju ári. Hægt er að senda inn hugmyndir að viðburði til stjórnarinnar á fumis@fumis.is.
Ráðstefnur og viðburðir framundan
Grunnnámskeið í sýnatöku
FUMÍS stendur fyrir grunnnámskeiði í sýnatöku úr jarðvegi og grunnvatni í samvinnu við Umhverfisstofnun 16.-17. október 2024. Kennarar námskeiðsins eru sérfræðingar frá NGI í Noregi. Athugið, takmarkaður sætafjöldi. Við bendum fólki á að sækja um niðurgreiðslu hjá stéttarfélögum.
Haustfundur FUMÍS. Hlökkum til að sjá ykkur.
Nordrocs 2024
Samnorræn ráðstefna um jarðvegsmengun á vegum norræna systursamtaka FUMÍS. Ráðstefnan er haldin í Uppsölum, Svíþjóð, þann 9. til 12. september 2024.
Skráning er hafin. Það er takmarkaður sætafjöldi og við hvetjum þá sem hafa áhuga að skrá sig sem fyrst. . Hægt er að skrá sig með því að ýta hér að neðan („veljið register participant“):
Yfirskrift ráðstefnunnar er Crossing borders. Kristín Kröyer úr stjórn Fumís er í undirbúningsnefnd ráðstefnunnar, og einnaf aðal ræðumönnum hennar er Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Fumís. Sjá má dagskrá ráðstefnunar með því að ýta hér að neðan
Lesa má meira um Nordrocks með því að ýta á takkann hér að neðan:
Viltu vera með í FUMÍS? Lesið hér hvernig þið getið skráð ykkur!